3 Apríl 2014 12:00
Á morgun, föstudaginn 4. apríl fara næturvaktir af stað að nýju hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en nú eru tæp þrjú ár frá því sólarhringsvakt var aflögð í sparnaðarskyni. Unnt var að setja þessar vaktir á að nýju með tilkomu aukins fjármagns sem úthlutað var til lögregluembættanna í febrúar síðastliðnum og þá sérstaklega á landsbyggðinni.
Ráðnir voru þrír nýjir lögreglumenn í liðið, svo nú eru 11 lögreglumenn í liðinu, en voru flestir 13 á árinu 2008. Meðal nýju lögreglumannanna er ein lögreglukona og eru 5 ár síðan kona var í lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum bíður nýja lögreglumenn velkomna til starfa og óskar Vestmannaeyingum til hamingju með sólarhringsvaktina, sem mun auka á öryggi í bæjarfélaginu.