15 Mars 2012 12:00
Lögreglan kom smyrli til hjálpar fyrr í vikunni en sá fannst skammt frá Elliðavatnsvegi í Garðabæ. Fuglinn gat ekki flogið og því var hann færður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn til aðhlynningar. Ekki er ljóst hvort um karl eða kvenfugl er að ræða enda sést það víst ekki svo glöggt. Óvíst er hvort smyrillinn sé vængbrotinn en reynist það raunin eru batahorfur litlar.
Smyrillinn í öruggum höndum.