1 Janúar 2025 11:04
Einn karlmaður var í fólksbifreiðinni sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Kafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fundu manninn og náðu að koma honum upp úr sjónum, en hann var þá meðvitundarlaus. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir og í framhaldinu var maðurinn fluttur á Landspítalann. Ástand hans er mjög alvarlegt.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið.