18 Júlí 2022 15:14
Tilkynning barst lögreglu í morgun um að aurskriða hafi fallið á Seyðisfirði við Fjarðarselsvirkjun. Þar mun aðrennslisrör að stöðvarhúsi hafa farið í sundur og orsakað talsverðan vatnsflaum í Fjarðará yfir veginn að Fjarðarseli, að gömlu stöðvarhúsi sem þar er. Greiðlega gekk að loka fyrir flauminn en vegurinn varð fyrir smávægilegum skemmdum. Lagfæring hefur þegar farið fram og vegurinn opinn.
Stutt er síðan svipað atvik átti sér stað. Af hálfu eigenda virkjunarinnar stendur yfir skoðun á aðstæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig.