1 Ágúst 2004 12:00
Kl. 10:35 í gærmorgun barst lögreglunni á Patreksfirði tilkynning um að skotið hafi verið á tvö hús við Hellisbraut á Reykhólum fyrr um morguninn. Grunur féll á ákveðinn aðila sem haldið var að héldi til í ákveðnu húsi við Hellisbraut og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að í húsinu væru skotvopn. Vitað var að umræddur aðili væri í annarlegu ástandi og þótti því ekki annað fært en að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra til aðstoðar.
Síðdegis var síðan ráðist til inngöngu í húsið, en maðurinn var þá farinn og ekki vitað hvenær hann yfirgaf húsið. Í húsinu fundust þrjú skotvopn, tvær haglabyssur og einn riffill ásamt talsverðu af skotfærum. Hald var lagt á skotvopnin og skotfærin. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að maðurinn hafði skotið að minnsta kosti 10 skotum, m.a. skotið á tvö hús, annað mannlaust en fólk sofandi í hinu húsinu. Skotið var í gegnum hurð og rúður. Miðað við aðstæður á vettvangi er ljóst að skotmaðurinn hafði skotið frá tröppum hússin sem hann var í og einnig hafði hann skotið út um glugga á húsinu.
Lögregla hefur ákveðin aðila grunaðan og er málið í rannsókn.