22 Nóvember 2023 16:51
Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 6. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotárás í Úlfarsárdal í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Þrír til viðbótar, sem höfðu setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 3. nóvember, eru lausir úr haldi lögreglu en ekki var krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þeim.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.