21 Ágúst 2003 12:00
Orðsending frá lögreglustjóranum í Reykjavíkvegna skólasetningu grunnskóla
Lögreglan vill koma þeim tilmælum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar í umferðinni á næstunni. Mörg þúsund grunnskólabörn munu mæta í skólann. Mikilvægt er að sýna þeim aðgát og tillitssemi í umferðinni. Skólasetning grunnskóla verður í Reykjavík og Mosfellsbæ mánudaginn 25. ágúst en á Seltjarnarnesi föstudaginn 22. ágúst.
Lögreglan mun hafa sérstakt eftirlit í kringum skólana þessa fyrstu daga