9 Nóvember 2023 17:11
Glæsilegur hópur lögreglumanna fékk afhent skipunarbréf við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Hér má sjá megnið af hópnum, en alls fengu tuttugu og fjórir afhent skipunarbréf að þessu sinni. Karlar voru þar í meirihluta, eða 14, og konur 10. Þess má enn fremur geta að hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embættinu hefur hækkað á undanförnum árum og eru þær nú rúmlega þriðjungur lögregluliðsins.