22 Desember 2017 16:56
Tveir karlmenn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í þriggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 12. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda fyrir tíu dögum, en rannsókn málsins teygir anga sína til bæði Póllands og Hollands og er unnin í samvinnu við þarlend lögregluyfirvöld, auk Europol og Eurojust. Þriðji maðurinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina, er laus úr haldi lögreglu.
Rannsókn málsins miðar vel.
Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Policja informuje o telefonie zaufania 800 5005, pod który mogą dzwonić wszyscy, którzy m.in. wiedzą o planowanych lub popełnionych przestępstwach lub chcą zgłosić przypadki związane z korupcją lub rozprowadzaniem narkotyków. Telefon jest czynny przez całą dobę. Zgłoszeń można dokonywać anonimowo.