21 Mars 2012 12:00
Tveir karlar voru í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 31. mars að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir voru handteknir í síðustu viku í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi en rannsóknin snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Mennirnir eru báðir á fertugsaldri og hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Fjórir aðrir karlar sátu í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar en þeim hefur nú verið sleppt úr haldi.