4 Apríl 2007 12:00
Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Um miðnætti voru höfð afskipti af þremur karlmönnum á þrítugsaldri en í fórum þeirra allra fundust fíkniefni sem talið er að sé maríjúana. Mennirnir voru stöðvaðir í austurborginni með skömmu millibili en mál þeirra tengjast ekki. Í Breiðholti fundust kannabisefni í bíl karlmanns á þrítugsaldri og í sama hverfi stöðvuðu lögreglumenn 18 ára pilt sem er grunaður um fíkniefnamisferli.
Á öðrum stað í borginni fundust fíkniefni við húsleit en talið er að efnin séu hass og amfetamín. Það síðarnefnda var í neysluskömmtum. Einn var handtekinn vegna málsins.