1 Nóvember 2006 12:00
Sáttamiðlun í sakamálum er nýtt tilraunaverkefni sem hófst 1. okótber sl. og gildir í tvö ár. Sáttamiðlun stendur öllum til boða sem náð hafa sakhæfisaldri en sé þolandi eða gerandi yngri en 18 ára skal lögráðamaður samþykkja að sáttamiðlun verði beitt. Þetta nýja úrræði er til hagsbóta fyrir bæði þolendur og gerendur og þar með samfélagið allt. Að tveimur árum liðnum verður árangur verkefnisins metinn og ákvarðað hvort úrræðið skuli verða varanlegur hluti refsivörslukerfisins.
Smellið hér til að lesa nánar um sáttamiðlun í sakamálum.