5 Júní 2004 12:00
Þann 3. júní sl. komu saman sýslumenn og yfirmenn lögregluliðanna á Vestfjörðum og í Dalasýslu að Laugum í Dalasýslu. Um var að ræða árlegan samráðsfund sýslumanna er lýtur að margháttuðu samstarfi lögregluliðanna. Hér má nefna sameiginlegt umferðareftirlit, samráð og samvinnu af ýmsu öðru tagi. Þá var sérstaklega fjallað um fíkniefnamálefni og forvarnir tengdum þeim málaflokki. Fundarmenn voru sammála því að efla alla samvinnu og sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.
Á fundinum voru tveir fulltrúar frá fíkniefnastofu ríkislögreglustjóra, svo og eini tollvörðurinn á Vestfjörðum, en hann starfar hjá sýslumanninum á Ísafirði.