4 Júlí 2024 11:55

Nú liggur fyrir að samfélagslöggæsla á höfuðborgarsvæðinu verður efld til mikilla muna, en til þess verður varið aukalega um 80 m.kr sem samsvarar tveimur stöðugildum í tvö ár. Um er að ræða lið í aðgerðum gegn ofbeldi meðal barna, en þær voru nýverið kynntar af dómsmálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Þessu ber að fagna sérstaklega enda um mjög mikilvægan málaflokk að ræða, sem nauðsynlegt er að styðja við og styrkja enn frekar. Styrkingin nær líka til lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en um þetta má lesa nánar á heimasíðum ráðuneytanna.

Í tilefni þessa komu ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason og Guðrún Hafsteinsdóttir í heimsókn á lögreglustöðina á Hverfisgötu og hittu þar að máli lögreglustjórana Höllu Bergþóru Björnsdóttur og Páleyju Borgþórsdóttur og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra.

FRÉTTATILKYNNING RÁÐUNEYTANNA