4 Mars 2024 11:54
Fjárkúganir taka á sig ýmsar myndir, en ein þeirra er sæmdarkúgun (sextortions) en slík mál eru nú til rannsóknar hjá embættinu. Þolendur eru gjarnan ungir karlar, jafnvel á grunnskólaaldri, sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla, einkum Instagram og Snapchat. Viðtakandinn reynist síðan ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra.
Hér er um að ræða skipulagða brotastarfsemi og því full ástæða til að hafa varann á sér. Þetta er jafnframt ein af hættunum sem fylgja notkun samfélagsmiðla og nauðsynlegt er að foreldrar og forráðmenn ræði um við börnin sín.