12 Nóvember 2017 23:09
Rétt eftir kl.21 í kvöld voru viðbragðsaðilar; Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveitir og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, kallaðir til að Krísuvíkurvegi rétt norðan Kleifarvatns, vegna rútu sem hafði runnið af veginum og oltið. Rútan hafði verið kyrrstæð, en vegna vinds og hálku hafði hún runnið af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Í rútunni voru 19 farþegar auk ökumanns, en engan sakaði við óhappið. Farþegar og ökumaður voru fluttir í húsnæði björgunarsveitar, þar sem þau fengu aðhlynningu og var veitt áfallahjálp. Að beiðni lögreglu var Krísuvíkurvegi lokað eftir atvikið þar til að veður og aðstæður skána.