14 Október 2009 12:00
Rúðubrjótur var handtekinn í Hafnarfirði í gærmorgun. Sá hafði tekið sér far með leigubíl en átti síðan ekki fyrir reikningnum þegar til þess kom. Af ókunnum ástæðum braut maðurinn rúðu í leigubílnum en hætt er við að reikningurinn verði mun hærri þegar ný rúða og ísetning hafa bæst við hann. Maðurinn var verulega ölvaður.
Nokkur önnur rúðubrot var tilkynnt til lögreglunnar en rúður voru brotnar á minnst fjórum stöðum í Reykjavík í gær og nótt. Þá var kveikt í strætisvagnaskýli í Hafnarfirði í gær og skemmdist það nokkuð.