13 Janúar 2009 12:00
Níu réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og fjórir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi.
Á sama tímabili voru fimmtíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar en þrjú þeirra má rekja til aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flest óhöppin voru minniháttar en í fáeinum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í sjö tilfellum var um afstungu að ræða.