25 Október 2013 12:00
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna daga barst lögreglunni á Vestfjörðum ábending sem skilja mátti svo að erlendur starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis á Vestfjörðum krefði samlanda sína sem þangað kæmu til vinnu um allháa peningaupphæð í erlendri mynt.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið formlega rannsókn vegna ábendingarinnar, þ.e.a.s. hvort hún eigi við rök að styðjast og hvort um saknæman verknað sé að ræða. Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.