14 Janúar 2008 12:00
Fimmtán ára piltur brenndist í andliti er hann bar eld að púðri sem hann hafði tekið úr flugeldum. Óhappið átti sér stað í Hafnarfirði um helgina en pilturinn kom púðrinu fyrir í dós og bar eld að með þeim afleiðingum að eldblossinn náði í andlit hans. Pilturinn hlaut fyrsta og annars stig bruna í andliti og brenndist einnig á hálsi og handleggjum.
Lögreglan hvetur foreldra til að fylgjast með því að börn þeirra séu ekki að rífa í sundur flugelda en talsvert er um að heimatilbúnar sprengjur sé enn sprengdar á höfuðborgarsvæðinu og hefur orðið talsvert eignatjón af þeirra völdum.