13 Júní 2022 12:03
Ógrynni muna er í vörslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en misvel gengur að koma þeim aftur í réttar hendur. Kanna má með hluti sem hafa týnst á www.pinterest.com/logreglan en þar heldur embættið utan um myndir af þeim óskilamunum sem því hafa borist.
Hlutirnir eru afhentir gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Fyrirspurnir og ábendingar skal vinsamlegast senda á netfangið oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is
Ef fólk ætlar að tilkynna týnda muni þarf að fara inn á lögregluvefinn www.logreglan.is og þar inn í rafrænar tilkynningar.
Óskilamunadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er staðsett á Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Sími 444 1000.
Óskilamunirnir eru af ýmsu tagi, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, en þessir fundust í umdæminu í síðustu viku.