13 Mars 2024 14:48
Næstkomandi miðvikudag, þann 20. mars 2024 kl. 8.30-15.00 verður vinnustofa um Öruggara Norðurland vestra þar sem allir helstu hagaðilar koma að undirbúningu eða samtali á vinnustofu með einum eða öðrum hætti.
Öruggara Norðurland vestra er svæðisbundinn samráðsvettvangur gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verður unnið með þrenn þemu; farsæld barna og ungmenna á Norðurlandi vestra, ofbeldi í nánum samböndum og einstaklingar í viðkvæmri stöðu.
Áætlað er að í lok vinnustofu skrifi samstarfsaðilar undir sameiginlega samstarfsyfirlýsingu með rafrænum hætti.
Ólík sjónarmið, ólíkra aðila eru sérstaklega velkomin. Mikilvægt er að skrá þátttöku vegna skipulags vinnustofu: https://forms.office.com/e/RDaDG5HnAc?origin=lprLink