22 Mars 2019 16:08
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist nokkrar tilkynningar um óprúttna aðila sem hafa farið á milli verslana, einkum matvöruverslana, og beðið starfsfólk við afgreiðslukassa um að skipta fyrir sig peningaseðlum. Hafa þeir jafnvel reitt fram nokkra 10 þúsund kr. seðla og fengið 5 þúsund kr. seðla til baka, en tekist með blekkingum að fá hærri upphæð í hendur en þeir lögðu fram. Lögreglan hvetur afgreiðslufólk til að að vera á varðbergi vegna þessa. Upplýsingum um slík mál má koma á framfæri í síma lögreglu, 444 1000, með tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.