31 Ágúst 2007 12:00
Um kaffileytið í dag höfðu lögreglumenn afskipti af karli á fimmtugsaldri vegna umferðarlagabrots á Laugavegi. Þegar ræða átti við manninn kom í ljós að hann var ölvaður og var viðkomandi því handtekinn og færður á lögreglustöð.
Í gær voru tveir aðrir ökumenn staðnir að ölvunarakstri. Karl á fimmtugsaldri var tekinn fyrir þær sakir í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið og síðla kvölds var akstur hálffertugrar konu stöðvaður í Breiðholti af sömu ástæðu. Þá var rúmlega hálffimmtugur karl tekinn fyrir akstur undir áhrifum lyfja en sá var á ferðinni í miðborginni í nótt.