23 September 2024 12:54
Tuttugu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sextán voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ. Einn var tekinn á föstudagskvöld, ellefu á laugardag og átta á sunnudag. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 20-55 ára og þrjár konur, 21-49 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hafði aldrei öðlast ökuréttindi.
Til viðbótar stöðvaði lögreglan för sjö annarra ökumanna í umdæminu um helgina, sem allir voru réttindalausir. Þeir höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þá var enn fremur farið í tvö útköll þar sem rafmagnshlaupahjól komu við sögu, en í báðum tilvikum voru ökumennirnir ölvaðir. Annar þeirra var fluttur á lögreglustöð, en hinn á slysadeild.