14 Desember 2019 14:50
Nú er sá árstími sem er hvað erfiðastur fyrir vegfarendur. Blessuð sólin, þegar hún lætur sjá sig, er afar lágt á lofti og með því getur hún blindað ökumenn jafnt og aðra vegfarendur. Tökum öll mið af því og sýnum sérstaka aðgát í umferðinni við þessar hættulegu aðstæður sem sólin getur skapað.