9 Maí 2022 11:40
Búast má við að umferðarþungi í Austfirðingafjórðungi aukist nú smátt og smátt með hækkandi sól. Lögregla hvetur því ökumenn til að gæta vel að hraða ökutækja sinna með öryggi sitt og annarra vegfarenda í huga. Í því sambandi er athygli vakin á áhugaverðum pistli sem birtur var á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í fyrra um að ekki komist allir á leiðarenda – áskorun til ökumanna. Er þar fjallað um þá dýraflóru sem gjarnan er við og jafnvel á vegum, búfé, fugla og hreindýr, sem og skýring á því hvers vegna svo er. Góð vísa er sjaldan of oft kveðin og hvetur lögregla ferðalanga til að lesa pistilinn sem finna má hér.
Gerum okkar til að allir komist heilir þangað sem för er heitið , bæði dýr og menn.