14 Apríl 2014 12:00
Karl um fertugt var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut, sunnan Hafnarfjarðar, snemma á laugardagsmorgun, en bíll hans mældist á 155 km hraða. Ökumaðurinn, erlendur ferðamaður, reyndist vera ölvaður og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Aðspurður um aksturslagið sagðist maðurinn hafa verið að flýta sér til að ná flugi til síns heima og bætti við að þar í landi þætti ekkert athugavert við það að neyta áfengis og setjast síðan í bílstjórasætið og aka af stað.