16 Október 2017 21:17
Fjórir voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið. Þar var öryggisverði ógnað með skotvopni, en sá sem það gerði fór á brott á bifreið ásamt þremur öðrum. Það var síðan sérsveit ríkislögreglustjóra sem stöðvaði för fólksins, tveggja karla og tveggja kvenna, nokkru síðar. Rannsókn málsins er á frumstigi, en eftir er að yfirheyra fjórmenningana. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.