12 Febrúar 2013 12:00
Kona á þrítugsaldri var staðin að hraðakstri í Ártúnsbrekku seint á sunnudagskvöld. Bíll hennar mældist á 169 km hraða, en þarna er 80 km hámarkshraði. Konan, sem var allsgáð, var færð á lögreglustöð og svipt ökuréttindum til bráðabirgða.