15 Apríl 2008 12:00
Síðastliðinn fimmtudag 10. apríl fór fram formleg afhending á gjöf
Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum á fíkniefnahundinum
Lunu.
Luna hefur verið grunnþjálfuð og hefur embættið tekið við henni til
áframhaldandi þjálfunar. Umsjónarmaður hundsins er Heiðar Hinriksson
lögreglumaður í Vestmannaeyjum, en hann hélt áður fíkniefnaleitar-
hundinn Tönju sem verið hefur í Eyjum frá 2001.
Þessi höfðinglega gjöf Kiwanismanna stendur straum af kaupum og
þjálfun hundins þar til hann væntanlega fær starfsleyfi frá ríkislögreglu-
stjóra. Embætti kann Kiwanismönnum bestu þakkir fyrir.
Vera fíkniefnaleitarhunds í Vestmannaeyjum hefur mikið gildi, bæði til
leitar og ekki síst til forvarnar og árin eftir að Tanja kom hingað jókst verulega
það magn fíkniefna sem lögreglan haldlagði. Tanja er komin til ára sinna
og nýtur elliáranna í sveitinni við að þefa af blómum.
Luna er af Springer Spaniel kyni og verður notuð
jöfnum höndum í þágu lög- og tollgæslu í baráttunni
geng meðferð, sölu og innflutningi á fíkniefnum.
Síðastliðinn fimmtudag 10. apríl fór fram formleg afhending á gjöf
Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum á fíkniefnahundinum
Lunu.
Luna hefur verið grunnþjálfuð og hefur embættið tekið við henni til
áframhaldandi þjálfunar. Umsjónarmaður hundsins er Heiðar Hinriksson
lögreglumaður í Vestmannaeyjum, en hann hélt áður fíkniefnaleitar-
hundinn Tönju sem verið hefur í Eyjum frá 2001.
Þessi höfðinglega gjöf Kiwanismanna stendur straum af kaupum og
þjálfun hundins þar til hann væntanlega fær starfsleyfi frá ríkislögreglu-
stjóra. Embætti kann Kiwanismönnum bestu þakkir fyrir.
Vera fíkniefnaleitarhunds í Vestmannaeyjum hefur mikið gildi, bæði til
leitar og ekki síst til forvarnar og árin eftir að Tanja kom hingað jókst verulega
það magn fíkniefna sem lögreglan haldlagði. Tanja er komin til ára sinna
og nýtur elliáranna í sveitinni við að þefa af blómum.
Luna er af Springer Spaniel kyni og verður notuð
jöfnum höndum í þágu lög- og tollgæslu í baráttunni
geng meðferð, sölu og innflutningi á fíkniefnum.