1 Mars 2016 13:49
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tvær nýjar lögreglubifreiðar af gerðinni Volvo V70, en það er umferðardeild embættisins sem fær þær til afnota. Við þetta skiptir umferðardeildin út tveimur eldri lögreglubifreiðum sem voru komnar til ára sinna. Ekki verður sagt að gömlu bílanna sé sérstaklega saknað enda þeir nýju búnir fullkomnum búnaði sem hæfir nútíma löggæslu.