23 Október 2019 17:24
Nú þegar veturinn er við það að skella á er rétt að minna enn og aftur á mikilvægi endurskinsmerkja fyrir gangandi vegfarendur í umferðinni. Foreldrar eru hvattir til að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að fullorðnir noti þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað sér einnig til verndar. Skilaboðin eiga líka við um reiðhjólamenn, hlaupara og hestamenn enda nauðsynlegt að allir séu sýnilegir í umferðinni.
Sýnum gott fordæmi og notum endurskinsmerki. Þannig stuðlum við að eigin umferðaröryggi og annarra.