6 Júní 2012 12:00
Á fimmta tug ökumanna reyndist aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurnesnum undanfarna daga. Sá sem hraðast ók var nítján ára piltur. Hann mældist á 173 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann þarf því að greiða 150 þúsund krónur í sekt, auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Fjórir ökumenn reyndust ekki með bílbelti spennt, tveir voru að tala í farsíma við aksturinn og þrír voru með filmur í fremri hliðarrúðum.