29 Ágúst 2018 10:09
Um 1,5% landsmanna sagðist hafa orðið fyrir afbroti í gegnum net eða síma þar sem fjárhagslegt tjón hlaust af árið 2016. Þá höfðu 21% orðið fyrir tilraun til brots gegnum net eða síma. Marktækur munur var á milli aldurshópa og höfðu flestir á aldrinum 36-45 ára orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa, eða 2,7%. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem reynsla landsmanna af fjársvikum á netinu var könnuð. Mikilvægt er að skoða reynslu landsmanna í þessum efnum enda netnotkun á Íslandi ein sú mesta sem þekkist í heiminum auk þess sem verslun í gegnum netið hefur aukist verulega á síðustu árum. Rannsóknin byggir á úrtaki 4.000 landsmanna 18 ára og eldri og var svarhlutfall 63%. Nánari upplýsingar um niðurstöður má finna hér.