20 Maí 2009 12:00
Í gær var haldinn fundur með íbúum í Neðri Lundum, Brekkubyggð og Hlíðarbyggð vegna nágrannavörsluverkefnis Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar í Garðabæ. Greinilegt er að þessi mál brenna nokkuð á fólki því mjög góð mæting var á fundinn og almenn ánægja hjá íbúum með verkefnið. Íbúafundurinn í gærkvöld var sá sjötti sem haldinn er frá því í haust þegar farið var af stað með þetta samstarfsverkefni íbúa, bæjarins og lögreglu. Ætlunin er að halda áfram með verkefnið í haust en það hefur mælst vel fyrir hjá íbúum bæjarins.