15 Maí 2020 14:33
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun um miðja næstu viku, eða frá og með 20. maí, beita viðurlögum séu ökutæki enn á negldum dekkjum í umferðinni. Vill lögreglan því hvetja ökumenn til að skipta strax af nagladekkjum til að forða þeim frá háum sektum, sem geta numið allt að 80 þúsund krónum fyrir fólksbíl.