24 Október 2024 18:16

Karlmaður um fertugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti konu á sjötugsaldri í gærkvöld.

Tilkynning um málið barst um miðnætti og héldu viðbragðsaðilar þegar á vettvang, sem var í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var konan úrskurðuð látin. Maðurinn, sem var handtekinn á staðnum, er sonur hinnar látnu.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.