9 Apríl 2021 14:13
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. Maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á páskadag og rann það út í dag, en ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald.
Rannsókn málsins miðar vel, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.