18 Mars 2016 16:23
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi þar sem ekið var á barn á reiðhjóli á Sundlaugavegi í Reykjavík, móts við pylsuvagninn um kl.17:22 þann 1 mars s.l.
Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, senda tölvupóst í netfangið jonatan.gudnason@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.