18 Júní 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir utanborðsmótor sem var stolið í Hafnarfirði. Um er að ræða 70 hestafla mótor af gerðinni Evinrude, samskonar og þann sem sést á meðfylgjandi mynd. Utanborðsmótorinn var tekinn af báti sem stóð á hafnarbakkanum sunnan við Flensborgarhöfn en þjófnaðurinn átti sér stað á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar mótorinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða 444-1100.