31 Desember 2022 10:07
Gamlárshlaup ÍR fer fram í dag í 47. sinn, en hlaupið hefst við Hörpu kl 12 og lýkur tímatöku kl. 13.30. Auk 10 km hlaups er boðið upp á 3 km skemmtihlaup. Sæbraut verður lokuð í báðar áttir vegna hlaupsins frá kl. 11-13.30, þ.e. báðar akreinar, eins og sést á meðfylgjandi korti. Hægt verður að komast að hafnarsvæðinu frá Holtavegi.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði vel á annað þúsund og eru vegfarendur beðnir um að sýna þeim tillitssemi.