21 Desember 2018 13:40
Lokað verður í þjónustudeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í móttöku/afgreiðslu embættisins á Hverfisgötu 115, Krókhálsi 5b og Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík, Dalvegi 18 í Kópavogi og Flatahrauni 11 í Hafnarfirði á aðfangadag og fram á þriðja í jólum, eða til 27. desember. Útköllum verður sinnt með hefðbundum hætti enda er sólarhringslöggæsla á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins, og minnt er á að ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er af öðrum toga, þ.e. ekki brýnt og þolir e.t.v. einhverja bið, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver embættisins á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík, í síma 444 1000. Þar verður aftur opið frá og með kl. 8 árdegis fimmtudaginn 27. desember. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er jafnframt á fésbókinni og það er líka hægt að senda henni skilaboð og fyrirspurnir á þeim vettvangi.
Við minnum enn fremur á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.