28 Júní 2004 12:00
Lögreglan í Reykjavík hefur flutt lögreglustöðina í Mosfellsbæ í nýtt húsnæði að Völuteigi 8 ( fyrrum skrifstofur Atlanta). Föstudaginn 2. júlí frá kl. 14 til 16 verður lögreglustöðin opin almenningi. Auk þess verða ýmis tæki lögreglunnar til sýnis eins og lögreglubílar og lögreglumótorhjól. Þá mun lögregluhundur koma í heimsókn. Bæjarbúar í Mosfellsbæ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma við á lögreglustöðinni og kynna sér starfsemi lögreglunnar.
Auk þess að flytja hafa ný símanúmer verið tekin í notkun fyrir lögreglustöðina í Mosfellsbæ. Þau eru eftirfarandi:
Varðstofa 444 1190
Fax 444 1195
Opnunartími lögreglustöðvarinnar verður sá sami og áður eða frá kl. 08:00 Til 16:00 Almenn löggæsla í Mosfellsbæ er hins vegar allan sólarhringinn og er henni sinnt af sérstökum lögrelgumönnum með starfsaðstöðu á lögreglustöðinni frá morgni til kvölds alla virka daga en á næturnar af lögreglumönnum í lögreglubifreiðum sem gerðir eru út frá aðallögreglustöðinni.