31 Mars 2008 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og World Class hafa gert með sér samning sem hefur yfirskriftina Ókeypis í ræktina. Í honum felst aðgangur fyrir alla starfsmenn embættisins að líkamsræktarstöðvum World Class á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn LRH geta nú æft endurgjaldslaust í World Class að uppfylltu því skilyrði að þeir mæti minnst vikulega í ræktina. Þeir sem það ekki gera verða þá sjálfir að greiða fyrir líkamsræktina.
Hér er um tilraunaverkefni að ræða en embættið leggur mikla áherslu á öfluga heilsustefnu sem hvetur starfsmenn til að huga að eigin heilsu og vellíðan.
Þessi föngulegi hópur tók vel á því í tækjunum.
Skrifað var undir samninginn í húsakynnum World Class.