25 Apríl 2003 12:00
Kynning á lögreglunni lögreglustöðvar opnar
Í tilefni af 200 ára afmæli hinnar einkennisklæddu lögreglu verður laugardaginn 26. apríl haldinn hátíðlegur hjá lögreglu um allt land. Verða lögreglustöðvar opnar almenningi og störf lögreglu kynnt og ýmis búnaður hennar. Sérstöku afmælismerki lögreglunnar verður dreift til barna.
Lögregludagurinn hefst kl. 11.00 með ávarpi dómsmálaráðherra, frú Sólveigar Pétursdóttur, í húsakynnum Sögusýningar lögreglunnar að Skúlagötu 21, Reykjavík. Að loknu ávarpi ráðherrans mun sérsveit ríkislögreglustjórans og Landhelgisgæslan vera með sýningu.
Opið hús
Umdæmi lögreglustjóra
Akranes 13.00-17.00
Akureyri 11.00-17.00 Vegna breytinga á húsnæði verður lögreglustöðin ekki opin,
en kynning og sögusýning lögreglu Verður á Glerártorgi.
Sérstök dagskrá fyrir ungt fólk o.fl.
Blönduós 13.00-16.00
Bolungarvík 13.00-16.00
Borgarnes 11.00-17.00
Búðardalur 13.00-16.00
Eskifjörður 13.30-16.00 Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Neskaupstaður og Eskifjörður
Hafnarfjörður 11.00-17.00
Hólmavík 11.00-17.00
Húsavík 11.00-17.00
Hvolsvöllur 13.00-16.00
Höfn 11.00-17.00
Ísafjörður 11.00-17.00
Keflavík 11.00-17.00 Lögreglustöðin í Grindavík verður einnig opin 13.00-1600
Keflavíkurflugvöllur 11.00-17.00 Lögreglustöðin við Leifsstöð
Kópavogur 11.00-17.00
Lögreglusk. ríkisins 13.00-16.30 Skipulögð dagskrá með íþróttakeppni, kynningu, sýningu o.fl.
Ólafsfjörður 13.00-17.00
Patreksfjörður 13.00-15.00
Reykjavík 11.00-17.00 Aðallögreglustöðin og hverfalögreglustöðvar í Reykjavík,
Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, nema Miðborgarstöðin við
Tryggvagötu þaðan sem haldið er úti löggæslu
Ríkislögreglustjórinn 11.00-17.00 Sögusýning lögreglunnar, kynning á sérsveit og
umferðardeild ríkislögreglustjórans
Sauðárkrókur 13.00-16.00
Selfoss 11.00-17.00
Seyðisfjörður 13.00-15.00 Egilsstaðir, Vopnafjörður og Seyðisfjörður
Siglufjörður 13.00-17.00
Snæfellsnes 13.00-16.00 Stykkishólmur, Snæfellsbær og Grundarfjörður
Vestmannaeyjar 11.00-17.00
Vík 11.00-15.00
Frá opnun sögusýningar lögreglunnari 15. apríl sl.
Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, heiðrar Sigurjón Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík