7 Október 2008 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Þá var karl á sjötugsaldri barinn og rændur en árásarmennirnir eru taldir vera á aldrinum 25-30 ára og af erlendu bergi brotnir. Síðar sömu nótt var tösku rænt af konu á þrítugsaldri sem var á gangi við Hverfisgötu. Þar var sömuleiðis um tvo gerendur að ræða en ekki er vitað hvort þeir eru hinir sömu og höfðu fjármuni af fyrrnefndum manni sem ráðist var á á Laugavegi. Fyrr í dag var karl handtekinn í tengslum við rannsókn þessara mála en honum hefur nú verið sleppt úr haldi en sýnt þykir að hann hafi ekki átt hlut að máli.
Þeir sem búa yfir upplýsingum sem geta varpað ljósi á málið/málin eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100. Meðfylgjandi eru myndir af mönnunum sem lögreglan leitar að.