23 Apríl 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann tæplega 2 kg af sprengiefni og hvellettur við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Á sama stað var einnig að finna talsvert af fíkniefnum, en um var að ræða amfetamín og kannabisefni. Tveir karlar á fertugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.