7 Maí 2003 12:00
Lögreglan í Reykjavík hættir að afgreiða vegabréf.
Mánudaginn 12. maí nk. færist afgreiðsla vegabréfa í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík til Útlendingastofnunar, Skógarhlíð 6. Íbúar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi eiga því framvegis að sækja um vegabréf hjá Útlendingastofnun. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að vegabréf hafa síðustu árin verið framleidd hjá Útlendingastofnun og því er eðlilegt að afgreiðsla og útgáfa vegabréfa sé á einni og sömu hendi í Reykjavík. Afgreiðsla Útlendingastofnunar er opin frá kl. 9 til 15:30 daglega og er í Skógarhlíð 6 eins og að framan greinir ( sama hús og Sýslumaðurinn í Reykjavík og við hlið Krabbameinsfélagsins).
7. maí 2003
Framkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðs
Lögreglustjórans í Reykjavík