20 Apríl 2009 12:00
Um 109 kíló af fíkniefnum voru haldlögð á Austurlandi um helgina. Um er að ræða amfetamín, marijúana, hass og e-töflur. Sex karlar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn en þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þrír til viðbótar voru handteknir í 40 feta seglskútu, SIRTAKI, djúpt út af SA-landi. Fimm mannanna eru íslenskir en sá sjötti er hollenskur. Að þessari umfangsmiklu aðgerð komu lögreglumenn frá lögregluliðunum á höfuðborgarsvæðinu, Eskifirði og embætti ríkislögreglustjóra auk Landhelgisgæslunnar. Fjallað var um málið á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun en meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.